Það voru um og yfir 600 manns í Nauthólsvík þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið niður í Fossvog upp úr hádegi nú á sunnudaginn. En ylströndin í Nauthólsvík var sett upp árið 2000, þar sem voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón. En víkin hefur verið aðal sjóbaðstaður Reykvíkinga síðan eftir seinni heimsstyrjöldina. Í síðari heimsstyrjöldinni voru þarna miklar herbúðir, enda Reykjavíkurflugvöllur í næsta nágrenni. Í Nauthólsvík var aðstaða fyrir sjóflugvélar sem voru mikilvægar í orrustunni um Atlantshafið. Í dag er fátt sem minnir á stríðið, en aftur á móti er þarna frábær aðstaða fyrir sjósund, sem nýtur vaxandi vinsælda meðal borgarbúa.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 09.07/2023 : RX1R II, A7C – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G