Á Nýlistasafninu / The Living Art Museum á Marshallhúsinu við vestanverða Reykjavíkurhöfn, stendur nú yfir stórgóð sýning Önnu Hrundar Másdóttur, dáðir, draumar og efasemdir / desire paths. Eins og listakonan segir í sýningarskrá í samtali við Guðlaugu Míu Eyþórsdóttir; Verkin mín eru mörg hver tengd minningum… rétt eins og dagdraumarnir verða að verkfæri til að komast inn í hugmyndaferli, reyni ég að sleppa tökum á vinnuferlinu og láta ferlið ráða för… Ég reyni ekki markvisst að sækja í og endurskapa þessi móment, það gerist eins og allt í einu í ferlinum : það tekur stjórnina. Anna Hrund Másdóttir er fædd 1981, og lærði myndlist við LHÍ, Mountain School of Art og California Institute of the Arts. Hún starfar sem myndlistarmaður bæði vestur í Kaliforníu og hér í Reykjavík.
Reykjavík 08/04/2024 : A7RIII – FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson