Höfnin við Skarð á Skarðsströnd

Dalir & Saga

Dalasýsla ber af öllum héruðum og sýslum á Íslandi hversu sögufræg hún er. Dalasýsla á ein allra héraða á landinu með óslitna skráða sögu frá landnámstíð til nútímans. Fyrst í Landnámu, Laxdælu og Eyrbyggjasögu, Eiríkssögu rauða og auðvitað í Sturlungu frá lokum 11. aldar. Í Dalasýslu bjó Eiríkur Rauði, fyrstur norrænna manna til að setjast að Grænlandi, á Eiríksstöðum í Haukadal. Á Eiríksstöðum fæddist honum sonurinn Leifur Eiríksson sem varð síðar fyrsti evrópubúinn sem sá Ameríku árið 1000, enda heppin að endemum. Hvammur í Dalasýslu á sér merka sögu, þar nam land Auður hin djúpúðga árið 889, tignust allra landnámskvenna, og eina drottningin sem hvílir í íslenskri mold. Tveimur öldum síðar eignuðust Sturla Þórðarson og Guðný Böðvarsdóttir í Hvammi þrjá sonu, Þórð, Sighvat og Snorra, sem allir urðu miklir höfðingjar, svokallaðir Sturlungar. Eru síðustu áratugir þjóðveldisins á Íslandi kennt við þá og nefnd Sturlungaöld. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um sýsluna, hitti ekkert af þessu merka fólki, í staðinn var einbeitt sér að mynda landslagið í Dalasýslu, enda óvíða fallegri fjöll og strendur en þarna við innanverðan Breiðafjörðinn á norðanverðu vesturlandi.

Horft út á Flakkarnes og þúsundir eyja og skerja norðan við bæinn Á á Skarðsströnd
Fé í Fagradalshlíð á Skarðsströnd
Hestar í Hvolsdal
Saurbæjarfjara, horft í norðaustur að Gilsfirði
Lækur rennur niður Ormstaðafjall á Fellsströnd
Fé við Kiðey á Fellsströnd

Dalasýsla 07/08/2022 : A7C, A7R III, A7R III : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100 GMLjósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0