Dalir & Saga

Dalir & Saga

Dalasýsla ber af öllum héruðum og sýslum á Íslandi hversu sögufræg hún er. Dalasýsla á ein allra héraða á landinu með óslitna skráða sögu frá landnámstíð til nútímans. Fyrst í Landnámu, Laxdælu og Eyrbyggjasögu, Eiríkssögu rauða og auðvitað í Sturlungu frá lokum 11. aldar. Í Dalasýslu bjó Eiríkur Rauði, fyrstur norrænna manna til að setjast að Grænlandi, á Eiríksstöðum í Haukadal. Á Eiríksstöðum fæddist honum sonurinn Leifur Eiríksson sem varð síðar fyrsti evrópubúinn sem sá Ameríku árið 1000, enda heppin að endemum. Hvammur í Dalasýslu á sér merka sögu, þar nam land Auður hin djúpúðga árið 889, tignust allra landnámskvenna, og eina drottningin sem hvílir í íslenskri mold. Tveimur öldum síðar eignuðust Sturla Þórðarson og Guðný Böðvarsdóttir í Hvammi þrjá sonu, Þórð, Sighvat og Snorra, sem allir urðu miklir höfðingjar, svokallaðir Sturlungar. Eru síðustu áratugir þjóðveldisins á Íslandi kennt við þá og nefnd Sturlungaöld. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um sýsluna, hitti ekkert af þessu merka fólki, í staðinn var einbeitt sér að mynda landslagið í Dalasýslu, enda óvíða fallegri fjöll og strendur en þarna við innanverðan Breiðafjörðinn á norðanverðu vesturlandi.

Horft út á Flakkarnes og þúsundir eyja og skerja norðan við bæinn Á á Skarðsströnd
Höfnin við Skarð á Skarðsströnd
Fé í Fagradalshlíð á Skarðsströnd
Hestar í Hvolsdal
Saurbæjarfjara, horft í norðaustur að Gilsfirði
Lækur rennur niður Ormstaðafjall á Fellsströnd
Fé við Kiðey á Fellsströnd

Dalasýsla 07/08/2022 : A7C, A7R III, A7R III : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100 GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson