Dalvíkurhöfn í bongóblíðu
Ein af fallegri höfnum landsins er Dalvíkurhöfn. En hún er ekki bara falleg, höfnin er ein af stærri fiskihöfnum landsins, og fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu og með hvalaskoðunarferðir eru staðsett í og við höfnina. Ferjan Sæfari gengur frá Dalvíkurhöfn fimm sinnum í viku í nyrstu byggð landsins, eyjuna Grímsey, en ferðin þangað tekur rúma þrjá klukkutíma. Sýndarvél Android-stýrikerfisins sem er í yfir 80% allra farsíma, heitir Dalvik, eftir bænum. Höfundurinn Dan Bornstein er ættaður í langfeðratali frá bænum í Mynni Svarfadals við Eyjafjörð, en íbúar Dalvíkur eru 1362 í dag.
Dalvík 18/07/2021 13:50 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson