Dansandi Norðurljós

Norðurljósin myndast þegar hraðfleygar rafhlaðnar rafeindir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í 100 km / 60 mi hæð yfir jörðinni. Agnirnar safnast við segulsviðin tvö, í norðri og suðri, á 500 km breiðu belti í 2500 km fjarlægð frá segulskautinunum. Ísland er svo heppið að liggja á miðju norðurljósabeltinu. Hvenær eru norðurljósin virkust, líklegast að sjá þau? Það er engin leið að svara því, því náttúran, já sólin sem skapar þetta ótrúlega fallega fyrirbrigði er svo óútreiknanleg.

Norðurljósin voru alltaf að koma í Lónsveit, svona næstum því í alla nótt. Síðan komu þau í allri sinni dýrð í fimm mínútur, ekki söguna meir.

Austur-Skaftafellsýsla  31/10/2021 02:33 – RX1R II :2.0/35mm Z

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson