Guðað á gluggan á i8 í Tryggvagötu. Sýningin stendur fram í lok janúar.

Dieter Roth

Í i8 Gallerí stendur nú yfir sýning á verkum, svissnesk -þýska listamannsins, og syni Íslands, Dieter Roth (1930-1998). Mörg verkanna á sýningunni voru gerð þegar Dieter bjó hér, en hann fluttist til Reykjavíkur árið 1957, og bjó hér og Basel í Sviss meira og minna til dauðadags. Dieter Roth er einn af risunum í eftirstríðs myndlist Evrópu, og setti djúp spor í íslenska myndlist, enda kom hann með ferskar hugmyndir inn í þröngan myndlistarheim Íslands upp úr miðri síðustu öld. Verk eftir Dieter má finna á öllum helstu listasöfnum heims, eins og The Tate í London, The Museum of Modern Art í New York, og á Pompidou safninu í París.

Reykjavík  13/12/2021 08:38 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson