Rafstöðin við Elliðaár í miðri Reykjavík, var tekin í notkun árið 1921

Draumur um straum

Álverið í Straumsvík er rekið af Rio Tinto, er eitt af þremur álverum í lýðveldinu, en þau eru lang lang stærstu notendur á rafmagni á Íslandi.

Ísland er það land í heiminum sem notar lang mest rafmagn á hvern íbúa, eða 56,828 kWh (kílówattsstundir) á mann. Næstir eru Norðmenn, sem eru ekki einu sinni hálfdrættingar við okkur, en notkunin hjá þeim er 26,492 kWh á mann, þriðju eru Bahreinar með 17,133 kWh á mann. Þrjú lönd deila neðsta sætinu, en það eru Afghanistan, Benin og Chad með 30 kWh á mann, sem er 1894 sinnum minna á hvern íbúa en hjá okkur. Chad sem er olíuríkt land, er síðan það land sem fæstir íbúar hafa aðgang að rafmagni, en 90% íbúa Chad hafa ekki aðgang að rafmagni, eins og tíundi hver íbúi jarðar, eða 760 milljónir manna, fleiri en allir íbúar Evrópu sem eru 748 milljónir. Einungis fimm lönd í heiminum fá allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, Albanía, Bútan, Lesótó, Nepal og Paraguay. Ísland nær ekki 100%, því enn þurfa fiskimjölsverksmiðjunnar að framleiða rafmagn með díselvélum, þegar vertíðin stendur sem hæst. Áttatíu prósent af rafmagnsframleiðslu í heiminum í dag, kemur frá því að brenna kol, olíu og gas.

Reykjavík – Hafnarfjörður 22/01/2022 &  08/01/2022 09:38 / 14:47 : A7C – A7R III : FE 1.4/24mm GM / FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0