Dýrafjörður liggur milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Fjörðurinn er rúmlega 30 km langur, og 9 km breiður yst. Í miðjum firðinum að sunnanverðu, undir fjallinu Sandfelli er eini þéttbýlisstaðurinn við fjörðinn, þorpið Þingeyri, sem er nú hluti af Ísafjarðarbæ, fjölmennasta sveitarfélaginu á vestfjarðarkjálkanum. Fjörðurinn heitir eftir norska landnámsmanninum Dýra frá Sunnmæri sem byggði sér bæ að Hálsum. Vestfirsku alparnir eru sunnan við Dýrafjörð, þar er Kaldbakur hæsta fjall á Vestfjörðum. Frá Þingeyri, og vestur með firðinum er hrikalegasti vegur landsins, Svalvogsvegur, að Lokinhömrum og síðan að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns forseta Sigurðssonar. Icelandic Times / Land & Saga gerði sér ferð vestur, því að fáir firðir, svæði eru eins heillandi og einmitt Dýrafjörðurinn.
Dýrafjörður 28/10/2022 : AR III, A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson