Dýrðlegur Dýrafjörður
Dýrafjörður liggur milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Fjörðurinn er rúmlega 30 km langur, og 9 km breiður yst. Í miðjum firðinum að sunnanverðu, undir fjallinu Sandfelli er eini þéttbýlisstaðurinn við fjörðinn, þorpið Þingeyri, sem er nú hluti af Ísafjarðarbæ, fjölmennasta sveitarfélaginu á vestfjarðarkjálkanum. Fjörðurinn heitir eftir norska landnámsmanninum Dýra frá Sunnmæri sem byggði sér bæ að Hálsum. Vestfirsku alparnir eru sunnan við Dýrafjörð, þar er Kaldbakur hæsta fjall á Vestfjörðum. Frá Þingeyri, og vestur með firðinum er hrikalegasti vegur landsins, Svalvogsvegur, að Lokinhömrum og síðan að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns forseta Sigurðssonar. Icelandic Times / Land & Saga gerði sér ferð vestur, því að fáir firðir, svæði eru eins heillandi og einmitt Dýrafjörðurinn.

Kirkjan á Mýrum við norðanverðan Dýrafjörð, þar er eitt stærsta æðarvarp á Íslandi

Við Garðsenda, rétt vestan við Þingeyri eru þessi þurkhús, líklega notuð til að herða harðfisk, og þurka hákarl

Lokinhamrar

Tóarfjall við sunnanvert mynni Dýrafjarðar

Háhöfði og Gemla

Núpur og Mýrafell
Dýrafjörður 28/10/2022 : AR III, A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson