Eldgosið í Eyjafjallajökli olli straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu. Gosið sem stóð í fimm vikur frá 14. apríl 2010 kom okkur á kortið. Ísland varð heitt. Árið fyrir gos komu hingað rúmlega 400 þúsund erlendir ferðamenn. Á síðasta ári voru þeir 2.3 milljónir, tæplega tveggja milljóna manna fjölgun. Hér lítum við til baka á eldgosið fyrir fjórtán árum, í þessu eldfjalli, Eyjafjallajökli sem er 1.666 metra hár og hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst 920, síðan 1612, 1821 og síðast árið 2010. [eiːjaˌfjatl̥aˌjœːkʏtl̥] eins og hann er borinn fram. Eldfjallið er staðsett syðst á suðurlandi, nær áfastur Mýrdalsjökli sem liggur austan við Fimmvörðuháls. Undir honum er svo Katla, eldfjallið sem allir bíða eftir að byrji að gjósa. Stóru gosi.
Eyjafjallajökull 10/07/2024 : GX680III, CW503, SWC905
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson