Úfið Eldborgarhraunið, Eldborg rís upp úr hrauninu í fjarska

Eldgígurinn Eldborg

Eldborg er sérstaklega formfagur sporöskjulaga eldgígur í miðju Eldborgarhrauni í Hnappadal, og rís 60 metra yfir fallega gróið hraunið í kring. Eldborg myndaðist í tveimur gosum, það síðara fyrir um þúsund árum, og tilheyrir Eldborg goskerfi Ljósufjalla litlu norðar á Snæfellsnesinu. Í Landnámabók segir frá blindum öldungi, Sel-Þóri Grímssyni sem fyrstur sá jarðeld þar sem bærinn Hripi var, sá bær lá þar sem elgígurinn er núna. Eldborg og hraunið í kring var friðlýst sem náttúruvætti árið 1974. Frá Snorrastöðum í Hnappadal er 3 km löng gönguleið upp að Eldborg. Þegar upp á eldgíginn er komið, er ákaflega fallegt útsýni vestur á Snæfellsjökul og suður á Skessuhorn og Skarðsheiðina, sunnan við Borgarfjörðinn. Eldborg er í 120 km / 75 mi fjarlægð frá Reykjavík.

Hnappadalur 12/08/2021  10:20 : A7RIII 1.4/50mm ZA
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0