Eldgígurinn Eldborg

Eldborg er sérstaklega formfagur sporöskjulaga eldgígur í miðju Eldborgarhrauni í Hnappadal, og rís 60 metra yfir fallega gróið hraunið í kring. Eldborg myndaðist í tveimur gosum, það síðara fyrir um þúsund árum, og tilheyrir Eldborg goskerfi Ljósufjalla litlu norðar á Snæfellsnesinu. Í Landnámabók segir frá blindum öldungi, Sel-Þóri Grímssyni sem fyrstur sá jarðeld þar sem bærinn Hripi var, sá bær lá þar sem elgígurinn er núna. Eldborg og hraunið í kring var friðlýst sem náttúruvætti árið 1974. Frá Snorrastöðum í Hnappadal er 3 km löng gönguleið upp að Eldborg. Þegar upp á eldgíginn er komið, er ákaflega fallegt útsýni vestur á Snæfellsjökul og suður á Skessuhorn og Skarðsheiðina, sunnan við Borgarfjörðinn. Eldborg er í 120 km / 75 mi fjarlægð frá Reykjavík.

Úfið Eldborgarhraunið, Eldborg rís upp úr hrauninu í fjarska

Hnappadalur 12/08/2021  10:20 : A7RIII 1.4/50mm ZA

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson