Hjálparfoss í Fossá í Þjórsárdal

Eldgosið árið 1104 

Eitt af stærri eldgosum eftir að Ísland byggðist er Heklugosið árið 1104. Í þessu stóra eldgosi í Heklu, að öllum líkindum fyrsta gos í Heklu eftir landnám, komu upp 2.5 rúmkílómetrar af súrri gjósku úr fjallinu. Tjón var gífurlegt, sérstaklega í næsta nágrenni Heklu. Þjórsárdalurinn með sinni blómlegu byggð fylltist af ösku og lagðist í eyði. Þar var meðal annars höfuðbólið Stöng. Hekla, sem er megineldstöð, og aðeins í örfárra kílómetra fjarlægð frá Þjórsárdal, á það til eftir langt goshlé, að gjósa mjög öflugum gosum. Sem betur fer eru þessi stóru gos sjaldgæf, á svona rúmlega 2000 ára fresti. Hekla sem er virkasta eldfjall á Íslandi, hefur gosið fimm sinnum á síðustu 100 árum, síðast árið 2000. Jarðvísindamenn telja að eldfjallið sé komið á tíma.  Bærinn Stöng var grafinn upp árið 1939, og endurbyggður árið 1974 undir Sámsstaðamúla nærri Búrfellsvirkjun, árið 1974, í tilefni 1100 ára afmælis byggðar á Íslandi. Rétt inn af Stöng er Háifoss, í Fossá, annar hæsti foss landsins, 122 metra hár. Annar og fríður foss í Fossá er Hjálparfoss, hann rétt við þjóðveginn, rétt sunnan við Búrfellsvirkjun og landnámsbæinn. Icelandic Times / Land & Saga brá sér upp í Þjórsárdal, sem er í tæplega tveggja tíma aksturs fjarlægð frá Reykjavík.

 

Horft í norður að Heklu frá Árbæ við Ytri-Rangá
Háifoss er 122 metra hár, sá næst hæsti á landinu
Ferðamenn í Fossárdal
Ferðamenn skoða landnámsbæinn í Þjórsárdal
Búrfellsvirkjun í Þjórsá er fyrsta stórvirkjun á Íslandi, og tekin í notkun árið 1970. Aflið er 270 MW. Á framhlið stöðvarhússins er lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson.
Rétt ofan við Þjórsárdal, hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur. Er þetta tilraunaverkefni en ef vel gengur á að reisa þarna 58 vindmyllur sem framleiða samtals 200 MW af hreinni orku.

Árnessýsla 17/08/2022 : RX1R II, A7R IV: 2.0/35 Z, FE 1.2/50 GM, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson