Ferðamenn ganga á nýju Fagradalshrauni í Nátthaga í brjáluðu roki og rigningu. Frá Nátthaga er bara rúmur kílómetri í sjó fram, á leiðinni myndi hraunið fara yfir Suðurstrandarveg, sem tengir Grindavík við Þorlákshöfn.

Er gosið búið?

Í dag er mánuður síðan síðast sást líf í gosinu í Fagradalsfjalli. En er gosinu lokið? Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvort þessu lengsta eldgosi á þessari öld, á Íslandi sé lokið. Eftir tvo daga eru sjö mánuðir síðan gosið hófst, en það byrjaði þann 19 mars. Fagradalshraun þekur nú fimm ferkílómetra, og rúmmálið af hrauni úr gosinu eru orðnir 150 milljón rúmmetrar. Mesta hraunflæðið úr eldstöðinni var um miðjan júlí, en síðan hefur smá saman hægt á hraunflæðinu. Ekkert hraun hefur bæst við nú í heilan mánuð. Er gosinu lokið? Það kemur í ljós.

Reykjanes  17/10/2021 11:01 – A7R III : FE 1.2/50 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0