Fagurformuð Dyngja

Skjaldbreiður er dyngja, eldfjall sem varð til í ógnarstóru gosi fyrir 9000 árum norðaustan við Þingvelli. Dyngjur, verða til þegar lapþunnt hraun rennur úr einum gíg og hlíðum hans í allar áttir, og myndar einskonar keilu, sem er nánast eins, hvaðan sem maður horfir á gíginn/ fjallið. Þunnt hraunið rann langar leiðir, alla leið til Þingvalla, þar sem það er nú undir yngri hraunum. Þrjár stórar hraundyngjur eru á Íslandi, Trölladyngja, norðan við Bárðarbungu í Ódáðahrauni, Stóra Vítisdyngja í sunnanverðum Öxarfirði og síðan Skjaldbreið ofan Þingvalla, er næst stærst. Fjallið er á náttúruminjaskrá, enda einstakt. Frá Skjalbreiðarvegi (F338) sem er aðeins fær stærri jeppum, er þriggja tíma ganga á topp Skjaldbreiðar. Þaðan er gott útsýni vestur og suður að Þingvöllum. Í norðri blasir við næst stærsti jökull landsins Langjökull og Þórisjökull, Kerlingarfjöll og Hofsjökull.
Skjaldbreið til hægri, prýðir fjallahring Þingvallavatns
Skriða, Skjaldbreiður og Þórisjökull
Heiðarvatn, og Skjaldbreið
Skjaldbreið rís upp úr Kerlingarmel á Kaldadal
Gígurinn í 1066 metra hæð
Skjaldbreiðarhraun í Skjaldbreið
Skjaldbreið 03/12/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0