Skjaldbreiður er dyngja, eldfjall sem varð til í ógnarstóru gosi fyrir 9000 árum norðaustan við Þingvelli. Dyngjur, verða til þegar lapþunnt hraun rennur úr einum gíg og hlíðum hans í allar áttir, og myndar einskonar keilu, sem er nánast eins, hvaðan sem maður horfir á gíginn/ fjallið. Þunnt hraunið rann langar leiðir, alla leið til Þingvalla, þar sem það er nú undir yngri hraunum. Þrjár stórar hraundyngjur eru á Íslandi, Trölladyngja, norðan við Bárðarbungu í Ódáðahrauni, Stóra Vítisdyngja í sunnanverðum Öxarfirði og síðan Skjaldbreið ofan Þingvalla, er næst stærst. Fjallið er á náttúruminjaskrá, enda einstakt. Frá Skjalbreiðarvegi (F338) sem er aðeins fær stærri jeppum, er þriggja tíma ganga á topp Skjaldbreiðar. Þaðan er gott útsýni vestur og suður að Þingvöllum. Í norðri blasir við næst stærsti jökull landsins Langjökull og Þórisjökull, Kerlingarfjöll og Hofsjökull.
Skjaldbreið 03/12/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson