Það var svo hvasst á sunnan og vestanverðu landinu, að mælar sem fylgjast með kröftum náttúrunnar við og undir Grindavík misstu nákvæmni. Það var ekki hægt að fylgjast fullkomlega með aðstæðum á svæðinu. Bagalegt, því þar er mikið í húfi þegar tæplega fjögur þúsund manna byggð hefur verið rýmd, og orkuver sem sér 30 þúsund fyrir rafmagni og heitu og köldu vatni er í hættu. En vont veður er ekki bara vont, það býr til birtu, stemningu sem getur verið engri lík, eins og útsendari Icelandic Times / Land & Sögu varð vitni af í dag á höfuðborgarsvæðinu.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 21/11/2023 – A7R IV : FE 1.8/135 GM