Vegur 643 liggur frá Hólmavík og norður í Ófeigsfjörð, hér er eyðibýlið Naustavík við Reykjarfjörð

Fallegt & fámennt

Fámennasta, og jafnframt afskektasta sveitarfélag á Íslandi, er Árneshreppur norður á Ströndum, á Vestfjörðum. Íbúar í þessu hrikalega og fallega héraði eru nú rúmlega 40, og vel á fjórða þúsund sauðfjár. Vegasamband, þangað norður frá Hólmavík er stopult yfir vetrarmánuðina, en íbúum eru tryggðar samgöngur með flugi, á Gjögur frá Reykjavík, en Norlandair flýgur þangað einu sinni til tvisvar í viku, með farþega og varning. Það er margt að skoða í hreppnum, en þarna eru meðal annars tvær risastórar síldarverksmiðjur sem störfuðu um skamma hríð fyrir miðja síðustu öld. Frábær sundlaug, og gönguleiðir sem eiga fá sína líka í lýðveldinu. Best er að heimsækja svæðið síðsumars, þegar allt er í blóma. 

Suðurland, skip sem siglt var í strand við síldarverksmiðjuna í Djúpuvík, og notað sem gististaður fyrir starfsfólk.
Ingólfsfjörður, en þar var stór síldaverksmiðja

 

 

Þorpið Gjögur, nú í eyði.

 

Rekaviður, og síldarverksmiðjan í Ingólfsfirði.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
08/02/2023 : A7R III, A7R IV, RX1R II : FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0