Í heimahögum bláklukkunnar

 

Fellabær  Ljósmynd: SGÞ

Á Austurlandi eru átta bæir og þorp sem urðu til vegna sjósóknar íbúanna og Egilsstaðir og Fellabær, hvor sínum megin við Lagarfljótið, eru miðstöðvar hins gróðursæla Fljótsdalshéraðs. Fjærst sjó er byggðin í Hrafnkelsdal sem nær allt að 100 kílómetra inn til landsins. Náttúran er fjölbreytt á svæðinu og þar eru aðalheimkynni hreindýra og bláklukku.