Beint flug til Egilstaða frá öllum heiminum

Beint flug til Egilstaða
fréttir frá Austurglugganum

Mjög jákvæð teikn um möguleika á millilandaflugi

Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir „mjög jákvæð teikn á lofti” í viðræðum við stóran breskan ferðaþjónustuaðila um beint flug á milli Egilsstaða og Englands á næsta ári. Næsta viðræðulota verður í ágúst.

SkriduklausturAusturbrú hefur leitt málið fyrir hönd Austfirðinga síðustu mánuði. Fundað var eystra í gær og syðra í dag. Ekkert er enn fast í hendi en áfram verður haldið í ágúst.Eyfreyjunes panoram. best copy

„Við erum að draga saman viðbrögð og áhuga fólks og reyna að púsla hlutunum saman,” sagði Jóna Árný í samtali við Austurfrétt í dag.

„Við höfum unnið ötullega að þessu undanfarna mánuði og erum virkilega að gera allt hvað við getum til að ná þessu heim og saman.

Það eru mjög jákvæð teikn á lofti. Við höldum áfram að vinna á fullu næstu vikur og reiknum með að vita meira í byrjun ágúst.”