Í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við vesturhöfnina stendur nú yfir sýninging Hringátta/Circuleight. Sýning sem fangar náttúru Íslands með nýrri tækni í myndrænni gagnvirkri miðlun með tónlist eftir Högna Egilsson. Þar sem tónlistin og myndirnirnar tala saman, undir andardrætti eldfjalla, steinrunnins stuðlabergs sem er umvafið vatni og gróðri. Íslensk náttúra í hljóð og mynd. Sýning sem kætir aldar gamlar sálir, jafnt og þá sem eru bara ársgamlir. Það er Artechouse, í samvinnu við Hörpu sem bjóða okkur í þetta ferðalag. Þetta er fyrsta alþjóðlega sýning Artechouse, sem er nýsköpunarlistahópur sem vinnur verkefni þar sem tækni, vísindi og listinn hittast og kætast. Fyrirtækið er með fjórar starfsstöðvar vestur í Bandaríkjunum, og nú einnig í höfuðborginni okkar Reykjavík.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson Reykjavík 12/10/2023 – A7C : FE 1.8/14mm GM