Frá sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr  á Gerðarsafni í hjarta Kópavogs

Ferðalag í þrívídd

Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er haldin í fimmta sinn í Gerðarsafni í Kópavogi. Þarna er leitast við kanna stöðu höggmyndalistar á Íslandi í dag. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðarar myndlistar með vísun í frumkvöðlastarf listamannsins Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem safnið er kennt við. Sýningin er frumleg, öðruvísi, og gefur okkur innsýn það sem verið er gera hér skúlptúr í dag. Þarna er engin stytta eða höggmynd, en lítil róla, og eitt málverk sem virðist horfið. Mörg tré og fleiri litir en eru til í stafrófinu. Á sýningunni sýna tíu listamenn verk sín; Andreas Brunner, Anna Líndal, Claire Paugam, Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ingrid Elsa Maria Ogenstedt, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Martha Haywood og a Sereikaitė. Sýningarstjórn var í höndum Brynju Sveinsdóttur & Cecilie Cedet Gaihede.
Frá sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr  á Gerðarsafni í hjarta Kópavogs
Frá sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr  á Gerðarsafni í hjarta Kópavogs
Frá sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr  á Gerðarsafni í hjarta Kópavogs
Frá sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr  á Gerðarsafni í hjarta Kópavogs

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 06/10/2023 – A7C, A7R IV : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM