Frá sýningunni Glitský, útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2024, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Ferðalag inn í framtíðina
Glitský heitir útskriftarsýning Listaháskólans, sem stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar sýna 77 útskriftarnemar úr myndlistardeild, hönnun og arkitektúr verk sín. Góð sýning, þar sem nemendur gera tilraunir með nýja tækni til sjónrænnar miðlunar, leita að fegurðinni í núinu. Þarna er mold og silfraðir sívalningar, málverk og hátískufatnaður úr íslenskri ull. Bækur og tröll, en verkefnin endurspegla nám, rannsóknir en fyrst og fremst listsköpun. Með þennan hóp verðandi listamanna þurfum við ekki að kvíða framtíðinni, hún er svo sannarlega björt… eins og glitský á himnum.
Reykjavík 13/05/2024 : A7R IV – FE 1.8/20mm G Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson