Harpa tónlistarhús

Ferðamenn & ferðaþjónusta

Hagstofa Íslands var að birta hagvísi ferðaþjónustunnar. Þar kemur margt fróðlegt í ljós, sem kallar á bjartsýni. Það störfuðu í mars 2024, 27.293 í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar, sem er 2% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum, frá apríl 2023 til mars 2024 störfuðu að jafnaði 29.337 við ferðaþjónustu. Gistinætur á hótelum í mars 2024 voru 428.197 samanborið við 423.554 árinu áður, aukning um 5000 gistinætur. Gistinætur erlendra gesta voru 343.061 í mars. Á síðustu tólf mánuðum fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll um 18%, frá 6.8 milljónum í 8.1 milljón farþega. Bílaleigubílum hefur fjölgað um 19% frá síðasta ári, úr 25.753 í 30.195 bifreiðar. Velta ferðaþjónustunnar samkvæmt virðisaukaskattskýrslum jókst um heil 17% á síðustu tólf mánuðum, fór úr 798.005 milljónum í tæpan milljarð, eða 935.195 milljónir. Hér eru nokkrir staðir, staðir sem laða fólk til sín. Sannarlega ferðamannastaðir. 

Snæfellsnes
Svartifoss
Veiðivötn
Fjarðárgljúfur
Möðrudalur – Austurland

Ísland 22/05/2024 : RX1R II, A7R IV, A7R III – 2.0/35mm Z, FE 1.4/85mm GM, FE 2.0/28mm, FE 1.4/50mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0