Ísland er númer tvö i Evrópu á eftir norðmönnum sem mesta fiskveiðiþjóð heimsálfunnar. Rússar eru reyndar í sjötta sæti í heiminum, og í fyrsta sæti Evrópuríkja, en þrír fjórðu af aflanum kemur úr Kyrrahafinu, frá Asíuhluta þessa stærsta lands veranldar. Þrjár Asíuþjóðir, eru lang stærstir í að fanga og framleiða sjávarfang, Kína, Indónesía og Indland. Enda eru þetta lönd í fyrsta öðru og fjórða sæti yfir fjölmennstu ríki veraldar. Þarna þarf að metta marga maga. Bandaríkin eru í áttunda sæti, enda þriðja fjölmennasta ríki veraldar, milli Kína og Indónesíu. Noregur er sæti neðar yfir sjávarfang, en þriðjungur af þeirra afla, er eldi. Meðan 80% hjá kínverjum er eldisfiskur, hjá okkur langt innan við tíu prósent. Ísland er í sæti 22 á heimsvísu. Færeyjar eru nokkru neðar í sæti 34, sjónarmun á eftir frökkum, en stærri en Danmörk, Nýja Sjáland og Suður Afríka með risa stór hafsvæði fyrir sig.






Ísland 07/02/2025 : A7R IV, RX1R II, A7C R – FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/24 GM, FE 2.8/100mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson