Laxáin með þremur nöfnum, hér Laxá í Aðaldal að falla í Skjálfandaflóa

Fjallað um fjall og á

Skjálfandi, flóinn sem Húsavík stendur við á norðausturhorninu, er milli Tjörnes í austri og skaga í vestri sem heitir tveimur nöfnum, Gjögraskagi eða Flateyjarskagi. Á skaganum, er fjall sem blasir við frá Húsavík, sem heitir þremur nöfnum, Bakrangi, Ógöngufjall og Galti. Hvað fjallið heitir fer eftir því hvaðan maður sér það, úr norðri, austri eða vestri. Í Skjálfanda rennur líka ein af mestu og bestu Laxveiðiám landsins, sem kemur upp í Mývatni og rennur 58 km leið til sjávar, á þessari stuttu leið heitir hún hvorki meira né minna en þremur nöfnum, Laxá í Mývatnssveit, Laxá í Laxárdal og Laxá í Aðaldal.

Horft frá Húsavík að Gjögraskaga eða Flateyjarskaga, fjallið með þremur nöfnunum blasir við á miðri mynd.

Suður-Þingeyjarsýsla :  A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0