Laxáin með þremur nöfnum, hér Laxá í Aðaldal að falla í Skjálfandaflóa

Fjallað um fjall og á

Skjálfandi, flóinn sem Húsavík stendur við á norðausturhorninu, er milli Tjörnes í austri og skaga í vestri sem heitir tveimur nöfnum, Gjögraskagi eða Flateyjarskagi. Á skaganum, er fjall sem blasir við frá Húsavík, sem heitir þremur nöfnum, Bakrangi, Ógöngufjall og Galti. Hvað fjallið heitir fer eftir því hvaðan maður sér það, úr norðri, austri eða vestri. Í Skjálfanda rennur líka ein af mestu og bestu Laxveiðiám landsins, sem kemur upp í Mývatni og rennur 58 km leið til sjávar, á þessari stuttu leið heitir hún hvorki meira né minna en þremur nöfnum, Laxá í Mývatnssveit, Laxá í Laxárdal og Laxá í Aðaldal.

Horft frá Húsavík að Gjögraskaga eða Flateyjarskaga, fjallið með þremur nöfnunum blasir við á miðri mynd.

Suður-Þingeyjarsýsla :  A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0