Breiðholtskirkja

Fjölmennasta & fjölmenningasta hverfi höfuðborgarinnar

Úthverfið Breiðholt í Reykjavík er fjölmennasta hverfi borgarinnar, en þar búa 23.000 manns, í um 7600 íbúðum. Í Breiðholti er líka lang hæsta hlutfall íbúa af erlendu bergi, sem gerir hverfið, mannlífið mun litríkara, en önnur hverfi borgarinnar. Íbúðabyggðin í þessu fyrrverandi berjalandi Reykvíkinga má rekja til hins svokallaða Júnísamkomulags milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í júní 1964, fyrir sextíu árum. Mikill húsnæðisskortur var í höfuðborginni, og tók ríkisstjórnin ásamt verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum höndum saman með yfirlýsingu um að ráðist yrði í stórfeldar úrbætur í húsnæðismálum, byggðar yrðu 1250 íbúðir fyrir tekjulágt fólk í nýju hverfi austast í höfuðborginni á næstu fimm árum. Nafnið, Breiðholt kemur af býlinu Breiðholti, sem fór í eyði árið 1925, en jörðin var landi sem var þá komið í eigu Reykjavíkurborgar. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Breiðholt, til að fanga andrúmið í vorrigningunni.

Lítil snotur hús við Keilufell
Við Arnarbakka
Ein lengsta blokk landsins við Norðurfell
Breiðholtsdraumar, Krummahólum

 

Svalir í norður við Vesturhóla
Fella- og Hólakirkja
Við Grýtubakka
Útsýni að Krummahólum
Tilbúinn fyrir sumarið, Hólaberg

Reykjavík 27/05/2024 : RX1R II, A7C R – FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0