Breiðholtskirkja

Fjölmennasta & fjölmenningasta hverfi höfuðborgarinnar

Úthverfið Breiðholt í Reykjavík er fjölmennasta hverfi borgarinnar, en þar búa 23.000 manns, í um 7600 íbúðum. Í Breiðholti er líka lang hæsta hlutfall íbúa af erlendu bergi, sem gerir hverfið, mannlífið mun litríkara, en önnur hverfi borgarinnar. Íbúðabyggðin í þessu fyrrverandi berjalandi Reykvíkinga má rekja til hins svokallaða Júnísamkomulags milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í júní 1964, fyrir sextíu árum. Mikill húsnæðisskortur var í höfuðborginni, og tók ríkisstjórnin ásamt verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum höndum saman með yfirlýsingu um að ráðist yrði í stórfeldar úrbætur í húsnæðismálum, byggðar yrðu 1250 íbúðir fyrir tekjulágt fólk í nýju hverfi austast í höfuðborginni á næstu fimm árum. Nafnið, Breiðholt kemur af býlinu Breiðholti, sem fór í eyði árið 1925, en jörðin var landi sem var þá komið í eigu Reykjavíkurborgar. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Breiðholt, til að fanga andrúmið í vorrigningunni.

Lítil snotur hús við Keilufell
Við Arnarbakka
Ein lengsta blokk landsins við Norðurfell
Breiðholtsdraumar, Krummahólum

 

Svalir í norður við Vesturhóla
Fella- og Hólakirkja
Við Grýtubakka
Útsýni að Krummahólum
Tilbúinn fyrir sumarið, Hólaberg

Reykjavík 27/05/2024 : RX1R II, A7C R – FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0