Svo fallegt í vikunni, komandi til Reykjavíkur að sunnan og sjá Hringveg 1 uppljómaðann i kvöldsólinni á Sandskeiði; já 22 km heim, 1299 km búnir. Hringvegurinn, vegur 1 er 1321 km langur, og er hann allur með bundnu slitlagi, loksins. Samtals eru 12.900 km af vegum á Íslandi á forræði Vegagerðarinnar. Bundið slitlag er komið á 5.600 km af vegum landsins, malarvegir eru 7.300 km að lengd. Fimmtíu og níu km af vegakerfinu eru í jarðgöngum, og samtals eru 32 km á brúm, sú lengsta er Borgarfjarðarbrúin byggð 1974, hún er 520 m löng. Lengstu jarðgöng á Íslandi eru milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og til Suðureyrar, rétt rúmir 9 km, þau voru vígð 1996. Héðinsfjarðargöng eru tveimur km lengri, en í tveimur hlutum, vígð 2010. Hæsti vegur Íslands er F821 frá Sprengisandsvegi niður í Eyjafjörð, en hæstur fer hann í 942 m. Fallegasti vegakafli á Íslandi? Það fer auðvitað eftir birtu og árstíma, en undir venjulegum skilyrðum er líklega fallegast að fara fyrir Vatnsnes frá Hvammstanga, veg 711, eða til Brekku í Mjóafirði frá Egilsstöðum, veg 953, því miður eru báðir vegirnir vel holóttir malarvegir.
Ísland 2022 : A7C, A7R III, A7RIV : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM. FE 2.8/90mm G, FE 1.8/135mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson