Frá Arnarhól

Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár horfir fyrstu íbúi Reykjavíkur og Íslands, Ingólfur Arnarsson vestur yfir miðbæinn. En styttan af þessum landnámsmanni, sem settist hér að árið 874, og byggði sér bæ, Reykjavík fyrir neðan Arnarhól, var afhjúpuð árið 1924. Styttan er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þegar Reykjavík varð kaupstaður árið 1786 var hólinn utan bæjarmarkanna, en hefur tilheyrt Reykjavík síðan 1835 þegar bæjarlandið var stækkað. Því miður er engin stytta af Hallveigu Fróðadóttur konu Ingólfs, og fyrstu landnámskonunni, en fyrsti dísel togari BÚR (Bæjarútgerðar Reykjavíkur) var nefndur Hallveig Fróðadóttir RE 203 eftir henni.

Miðborgin hefur breyst ótrúlega mikið síðan Ingólfur var settur á stall á Arnarhóli fyrir tæpum 100 árum. Hér er horft yfir á Hafnartorg, nýjasta hluta miðbæjar Reykjavíkur. Lengst til vinstri glittir í Slippinn og Reykjavíkurhöfn.

Reykjavík 04/11/2021 17:38 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson