Queen of Hearts, Sóley Ragnarsdóttir

Framtíð & fortíð

Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs er eitt af höfuðsöfnum landsins. Nú er eru þar tvær sýningar í gangi, Tölur, staðir, sýning Þórs Vigfússonar (f:1954) sem er sérstaklega unnin fyrir austur sal safnsins og í vestursalnum er Hjartadrottning, Sóleyjar Ragnarsdóttur (f:1991) litrík sýning sem er samstarfsverkefni Gerðarsafns og Augustina Kunstpart & Kunstal á Jótlandi hinu danska. Ofurskrautleg málverk, veggfóður og servéttur sem gera heildstæða litmarga sýningu, hennar fyrstu í lýðveldinu. Sýning Þórs samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis í austursalnum. Ólíkar sýningar þar sem annars vegar litur og gleði ráða ríkjum… og í hinum salnum er má greina við nánari athugun, flókna hugmyndafræðilega nálgun á sjálft skúlptúrformið, eins og segir í sýningarskrá.

Gerðarsafn í Kópavogi
Hjartadrottning, Sóleyjar Ragnarsdóttur
Hjartadrottning, Sóleyjar Ragnarsdóttur
Hjartadrottning, Sóleyjar Ragnarsdóttur
Tölur, staðir, sýning Þórs Vigfússonar
Tölur, staðir, sýning Þórs Vigfússonar

Kópavogur 20/05/2024 : RX1R IIA7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0