Það má segja að framtíðin, fortíðin og allt þar á milli sé til sýnis hjá þremur listamönnum á Berg Contemporary á Klapparstígnum. Hallgerður Hallgrímsdóttir og Nina Zurier eru með ljósmyndaverk á sýningunni Sjónarvottur,meðan Woody Vasulka er með innsetningu í verkinu The Brotherhood. Verkið var fyrst sýnt í heild sinni á nýopnuð safni NTT InterCommunication Center í Tókýó í Japan árið 1998. Ljósmyndaverk Ninu eru unnin með gervigreind, meðan Hallgerður vinnur fallegar myndir sínar á hefðbundin hátt. Það sem bindur verkin saman, er einhverskonar þráður um að standa vörð um framtíðina, með því að gleyma ekki fortíðinni.






Reykjavík 16/02/2025 : A7C R,- FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson