Hrafntinnusker

Friðlandið

Friðlandið
Árið 1979 voru tæpir fimmtíu ferkílómetrar lands friðaðir í Friðland að Fjallabaki í uppsveitum Rangárvallasýslu, norðan Heklu. Svæðið er einstakt, einstaklega litríkt og fjölbreytt þar sem litir, hraun, ár og vötn mynda einstaka náttúru hátt uppi á hálendinu. Þverskurður af Íslandi þar sem ís og eldur, hverir, eldfjöll með jökulhettu búa til einstaka fegurð.  Svæðið er óbyggt, liggur í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli, og með náttúruperlur eins og Landmannalaugar, Torfajökul, Rauðfossafjöll og Hrafntinnusker í friðlandinu. Það eru fáir, ef nokkrir staðir í lýðveldinu sem eru eins fjölbreyttir í lit og formi eins og svæðið. Friðlandið er í raun lokað fyrir flesta umferð allan veturinn, það er ekki fært á venjulegum jepplingum, eins og inn í Landmannalaugar nema frá miðjum júní fram í miðjan september. Þaðan er ein vinsælasta gönguleið landsins, Laugavegurinn, fimmtíu kílómetra leið frá Landmannalaugum og suður í Þórsmörk, undir Eyjafjallajökli.
Jökulgil, Landmannalaugum
Jökulgil, Landmannalaugum
Horft úr Hrafntinnuskeri suður að Tindfjallajökli
Hrafntinnusker
Rauðifoss
Rauðifoss
Dómadalur
Dómadalur
Við Tungnaá
Við Tungnaá
Krakatindur
Við Tungnaá
Íshellir Hrafntinnuskeri
shellir Hrafntinnuskeri
Fjallabak 19/02/2025 :  A7R III, RX1R II –  FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson