Þessu fé sem safnast í Landmannaafrétt verður réttað í Landsrétt við Áfangagil, þann 23 september.

Frjáls fjallalömb að Fjallabaki

Gegnt Landmannahelli, er fjallið Sáta, algróið, formhreint lítið fjall að Fjallabaki. Árið 1966 var sett umhverfis Sátu stór fjárgirðing, fjallið er aðal geymslustaður, safnstaður fjár meðan smalað er afréttinn kringum Landmannalaugar og Landmannahelli. Það var fallegt og rólegt í gærmorgun þegar Icelandic Times bar að garði, gagnamenn voru að smala bak við fjallið Loðmund þarna rétt hjá. Um hádegisbil breyttist allt, það skall á aftakaveður, úrhellisrigning og hávaðarok, enn ein haustlægðin kom í heimsókn. Íslenskir bændur sækja á þessu hausti 1 milljón fjár af fjalli. Fé sem er einstakt á heimsvísu, hrein villibráð eftir að hafa dvalið frjálst til fjalla allt sumarið, og langt fram á haust.

Rangárvallasýsla  20/09/2021 10:28 – A7R III : FE 1.8/135 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0