Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a

Fyrir okkar besta fólk

Þegar gengið er inn í Bókasafn Kópavogs við Hamraborg blasir við skjöldur með verðlaunum Kópavogsbæjar sem barnvænt sveitarfélag. Verðlaunin voru veitt Kópavogsbæ fyrir rúmum þremur árum af UNICEF á Íslandi, af Félags- og Barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni. Nú í byrjun maí, opnaði ný miðstöð menningar og vísinda, fyrst og fremst ætluð börnum í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs. Helsta aðdráttarafl rýmisins er ný grunnsýning Náttúrufræðistofu, Brot úr ævi jarðar. Samhliða hefur samliggjandi rými barnabókasafnins verið endurhannað til lestrarstunda og leikja með náttúruna umleikis safnið í huga. Sannarlega stofnun þar sem okkar besta fólk er sett í fyrsta sæti. 

Sýningin, Brot úr ævi jarðar, í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs
Sýningin, Brot úr ævi jarðar, í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs
Sýningin, Brot úr ævi jarðar, í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs
Sýningin, Brot úr ævi jarðar, í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs
Sýningin, Brot úr ævi jarðar, í nýju sameiginlegu rými Bókasafns Kópavogs og Náttúrustofu Kópavogs
Nýr lestrarsalur fyrir yngstu kynslóðina

Kópavogur 15/05/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson