Gamlársdagur

Eins og alltaf er róleg stemning í Reykjavík á gamlársdag. Flestar verslanir og veitingahús eru lokuð. Íslendingar bíða eftir kvöldinu, borða góðan mat í faðmi fjölskyldu og vina, horfa á Áramótaskaup ríkissjónvarpsins og skjóta síðan upp flugeldum um miðnætti. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kemur til Íslands um áramótin, til að sjá og upplifa stemninguna, sem er einstök. Icelandic Times, sendir öllum hugheilar áramótakveðjur, GLEÐILEGT ÁR. 

 

Hátt í fimmtíu manns að bíða eftir að fá sér Bæjarins Beztu Pylsur í Tryggvagötu. Flestallir veitingastaðir höfuðborgarinnar eru lokaðir í dag, gamlársdag. Þá er að bara að fá sér eina með öllu, sannkallaðan þjóðarrétt íslendinga. 

Við íslendingar eigum heimsmet í að skjóta upp flugeldum. Flugeldasala er helsta tekjulind Björgunnarsveitanna, sjálfboðaliðasamtaka sem vinna óeinigjart starf hringinn í kringum Ísland, að bjarga styðja og hjálpa fólki í neyð. Hér hafa þeir komið fyrir gámi fullum af flugeldum, á bílastæði við Suðurlandsbraut, eina af stærri götum bæjarins. 

Það voru margir, ferðamenn og bæjarbúar að njóta kyrrðarinnar á ísi lagðri Tjörninni í dag. Spáð er vitlausu veðri á morgun, engu ferðaveðri. 

Reykjavík 31/12/2021  12:56/14:28 –  A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson