Gamli Vesturbærinn

Frá Landakotstúni og kirkju og niður að slippnum við Reykjavíkurhöfn, er eitt allra skemmtilegasta hverfi Reykjavíkur til ganga um og skoða. Sjá hina sönnu Reykjavík eins og hún var, með stórum skipstjóravillum, litlum bárujárnhúsum, fallegum timburhúsum og nýlegri steinhúsum í bland. Þarna er meðal annars göturnar Vesturgata, Öldugata, Ránargata og Spítalastígur, götur sem vert er að ganga um og skoða. Mörg af elstu húsum borgarinnar eru í gamla vesturbænum, mörg hver byggð fyrir 1900. Í hverfinu voru tveir barna skólar, Landakotsskóli sem starfar enn og Gamli Vesturbæjarskólinn, sem var í fallegu timburhúsi við Suðurenda Stýrimannastígs, sem var reistur 1898 sem Stýrimannaskóli fyrir verðandi skipstjórnendur. Við Slippinn, er eitt af betri hótelum borgarinnar, Icelandair Hotel Marina.

Rauð hurð á Nýlendugötunni.

Hornið á Bárugötu og Stýrimannastíg

Köttur á Bræðraborgarstíg að fylgjast með gestum og gangandi.

Örfá fyrirtæki eru í hverfinu eins og þessi rakarastofa á Vesturgötunni.

 

Barnahús á Ránargötu

Reykjavík 24/03/2022 09:58 – 11:25 : A7C – A7R III  : FE 1.4/24mm GM – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson