Við eigum gott og frábært íþróttafólk. Mörg á heimsmælikvarða, og spennandi verkefni framundan, eins og Ólympíuleikarnir í París nú í sumar. Íslendingar hafa tekið þátt í leikunum síðan 1908, afraksturinn eru tvö brons, og tvö silfur. Reyndar eitt gull fyrir Kanada. Á Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920, voru allir leikmenn landsliðsins í íshokkí sem vann gullið annarar kynslóða íslendingar. Nú eru vonir bundnar við að Ísland nái góðum árangri á Evrópu
meistaramótinu í handbolta sem hefst eftir viku. Mót sem með góðum árangri gefur keppnisrétt til Parísar í sumar. Þá er mikilvægt að hafa innanborðs íþróttamann ársins, handknattleiksmanninn Gísla Þorgils Kristjánsson, sem var valin á dögunum besti handboltamaður í Þýsku úrvalsdeildinni, þeirri bestu í heimi, en hann spilar fyrir Þýskalands og Evrópumeistara Magdeburg. Foreldrar Gísla eru Alþingismaðurinn og formaðurður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur og Kristjáns Arason handboltakappi og fjármálamaður, talin einn af bestu varnarmönnum í handknattleik fyrr og síðar. Þjálfari ársins var valin Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu. Lið ársins á Íslandi var lið Víkingings úr Fossvogi Reykjavíkur í fótbolta. Verðlaunahátíðin fór fram á Hótel Hilton Nordica, og var sent beint út á RÚV, Ríkissjónvarpinu.