29. júní 2018
Til viðbótar voru gistinætur erlendra ferðamanna utan hefðbundinna gististaða áætlaðar 52.800 í maí, þar af 26.700 í bílum og 26.100 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% í maí
Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 311.700, sem er 2% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 171.400.
Um 86% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn. Erlendum gistinóttum fjölgaði um 1% frá maí í fyrra en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 12%. Bandaríkjamenn gistu flestar nætur (91.600), síðan Þjóðverjar (30.300) og Bretar (28.300), en gistinætur Íslendinga voru 43.200.
Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2017 til maí 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.288.000 sem er 3% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Maí | Júní–maí | |||||
2017 | 2018 | % | 2017 | 2018 | % | |
Alls | 304.452 | 311.712 | 2 | 4.153.448 | 4.287.985 | 3 |
Höfuðborgarsvæði | 176.405 | 171.446 | -3 | 2.575.154 | 2.591.636 | 1 |
Suðurnes | 22.303 | 25.844 | 16 | 260.368 | 298.127 | 15 |
Vesturland og Vestfirðir | 15.337 | 19.870 | 30 | 182.661 | 198.070 | 8 |
Norðurland | 28.377 | 24.189 | -15 | 292.684 | 302.886 | 3 |
Austurland | 9.509 | 8.927 | -6 | 109.927 | 107.609 | -2 |
Suðurland | 52.521 | 61.436 | 17 | 732.654 | 789.657 | 8 |
Íslendingar | 38.506 | 43.155 | 12 | 433.780 | 422.163 | -3 |
Erlendir gestir | 265.946 | 268.557 | 1 | 3.719.668 | 3.865.822 | 4 |
58% nýting herbergja á hótelum í maí
Herbergjanýting í maí 2018 var 58,4%, sem er lækkun um 3,8 prósentustig frá maí 2017 þegar hún var 62,2%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 6,4% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í maí var best á Suðurnesjum, eða 74,2%.
Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggir á niðurstöðum úr landamærarannsókn meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari upplýsingar um lýsigögnin má nálgast á vef Hagstofunnar.
Tölur fyrir 2017 og 2018 eru bráðabirgðatölur. Unnið er að endurskoðun á skiptingu gistinátta eftir þjóðerni ferðamanna. Þessi vinna hefur ekki áhrif á heildarfjölda gistinátta 2017 en gæti haft áhrif á hlutfall milli erlendra og innlendra ferðamanna.
Talnaefni
Hagstofa Íslands gefur mánaðarlega út tölur um fjölda gistinátta, gesta og magn gistirýmis á hótelum, auk áætlaðra talna um fjölda gistinátta á gistiheimilum og öðrum tegundum gististaða. Einnig birtir Hagstofa Íslands tölur um eftirfarandi skammtímahagvísa í ferðaþjónustu mánaðarlega eða (í tilviki VSK-veltu) á tveggja mánaða fresti. Auk þess má vekja athygli á tölum sem birtar eru árlega um farþega með skipum.
Talnaefni:
Gistinætur
Hagvísar í ferðaþjónustu
Farþegar til landsins