Gleðigangan, réttindaganga hinsegin fólks,hefur verið gengin er annan laugardag í ágúst í Reykjavík síðan árið 2000. Mikið fjölmenni var í miðbænum þegar gengið var í ár frá Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu inn í Hljómskálagarðinn, þar sem dagskráin endaði með tónleikum og ávarpi nýkjörins forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Auðvitað fór Icelandic Times / Land & Saga niður í miðbæ, að upplifa hátíðahöldin, en líklega voru um 60 þúsund manns í miðbænum þegar mest var. Enda alltaf gott veður, þegar Gleðigangan heldur á stað. Hér kemur myndasyrpa frá atburðinum, sem er bæði litríkur og glaður, hinsegin dagur.
Reykjavík 11/08/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson