Hagstofa Íslands var að birta mjög jákvæðar tölur um ferðamenn og ferðaþjónustuna. Á fyrsta ársfjórðungi í ár jukust tekur ferðaþjónustunnar úr 52 milljörðum ISK, í 94 milljarða ISK, á einu ári. Ef litið er á tólf mánuði, heilt ár, frá apríl 2022 til mars 2023, hafa tekjur af erlendum ferðamönnum aukist mjög mikið, frá 248 milljörðum ISK í 490 milljarða ISK, miðað sömu mánuði í fyrra. Rúmlega 31 þúsund manns starfa nú á Íslandi í störfum sem tengjast ferðaþjónustu, aukning um 8000 einstaklinga frá síðasta ári. Bílaleigubílum hefur fjölgað mikið, en í maí í fyrra voru þeir rétt rúmlega 20 þúsund, í ár eru þeir rúmlega 30 þúsund, fjölgað um meira en þriðjung. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslunni er komin í tæp 8% og hefur aldrei verið hærri, enda stoppa ferðamenn örlíðið skemur hér en fyrir heimsfaraldur, en eyða mun meira. Nú er svo komið að ferðaþjónustan skilar meiri gjaldeyristekjum í þjóðarbúið en sjávarútvegur eða álframleiðsla. Ferðaþjónusta er semsagt orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin á Íslandi í dag.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 15/06/2023 : A7RIII, A7C, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/90mm G