Gray Line hlau tvenn alþjóðlegverlaun

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hlaut tvenn verðlaun á árlegum fundi Gray Line Worldwide, samtaka fyrirtækja í skoðunar—og pakkaferðum á um 700 áfangastöðum í sex heimsálfum.

Gray Line Iceland fékk annars vegar verðlaun fyrir að leggja mikla áherslu á vörumerki samtakanna, og hins vegar fyrir að skara fram úr í þjónustuframboði, markaðsstarfi og gæðum.

Sú verðlaun heita „Diamond Award“ og „er æðsta viðurkenning sem Gray Line Worldwide veitir og aðeins eitt fyrirtæki hlýtur hana á hverju ári,“ eins og segir í tilkynningu frá Gray Line Iceland.

Um 200 manns starfa hjá Gray Line Iceland. Fyrirtækið býður ferðamönnum upp á dagsferðir í rútum auk þess sem það annast áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0