Grindavík er eða var lítið sjávarpláss með tæplega fjögur þúsund íbúa á sunnanverðu Reykjanesi. Eitt prósent íbúa lýðveldisins búa eða bjuggju í bæjarfélaginu, sýnishorn eða svipmynd af þjóðinni. Í Grindavík er einn fjölsóttasti ferðamannastaður lýðveldisins, Bláa lónið, ein stærsta jarðvarmavirkjun í heimi Svartsengi, og tvö af stærri útgerðarfélögum í landinu. Og nú er bærinn tómur. Eldsumbrot í næsta nágrenni. Næstum óbyggilegt. Á Alþingi í dag, kynntu forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hvernig við sem samfélag ætlum að rétta íbúum hjálparhönd, takast á við þessa atburði sem eru stórir á íslenskan mælikvarða. Hræðilegir fyrir íbúa Grindavíkur að missa bæinn sinn, húsin sín og atvinnuna. Ríkisstjórnin skoðar nú möguleg uppkaup á íbúðarhúsnæði einstaklinga í Grindavík. Með þessu færir Alþingi óvissu Grindvíkinga alfarið yfir á ríkissjóð. Það er þverpólitísk sátt og samúð með að finna farsæla lausn fyrir íbúa Grindavíkur, eins og greiða laun þeirra sem geta ekki sótt vinnu áfram í Grindavík. Icelandic Times / Land & Saga mætti auðvitað á blaðamannafund ríkisstjórnarinnar.
Reykjavík 23/01/2024 – A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM / 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson