Góður en erfiður fundur, hér frá hægri forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson

Grindavík er svo mikið… Ísland

Grindavík er eða var lítið sjávarpláss með tæplega fjögur þúsund íbúa á sunnanverðu Reykjanesi. Eitt prósent íbúa lýðveldisins búa eða bjuggju í bæjarfélaginu, sýnishorn eða svipmynd af þjóðinni. Í Grindavík er einn fjölsóttasti ferðamannastaður lýðveldisins, Bláa lónið, ein stærsta jarðvarmavirkjun í heimi Svartsengi, og tvö af stærri útgerðarfélögum í landinu. Og nú er bærinn tómur. Eldsumbrot í næsta nágrenni. Næstum óbyggilegt. Á Alþingi í dag, kynntu forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hvernig við sem samfélag ætlum að rétta íbúum hjálparhönd, takast á við þessa atburði sem eru stórir á íslenskan mælikvarða. Hræðilegir fyrir íbúa Grindavíkur að missa bæinn sinn, húsin sín og atvinnuna. Ríkisstjórnin skoðar nú möguleg uppkaup á íbúðarhúsnæði einstaklinga í Grindavík. Með þessu færir Alþingi óvissu Grindvíkinga alfarið yfir á ríkissjóð. Það er þverpólitísk sátt og samúð með að finna farsæla lausn fyrir íbúa Grindavíkur, eins og greiða laun þeirra sem geta ekki sótt vinnu áfram í Grindavík.  Icelandic Times / Land & Saga mætti auðvitað á blaðamannafund ríkisstjórnarinnar.

Alþingi í dag
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir , hér stöndum við saman á erfiðum tímum
Þungur kross að bera fyrir ráðherrana
Reykjavík 23/01/2024 – A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM / 2.0/35mm Z
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson