Gýs á Reykjanesi?

Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna,4. júlí, var óvenju mikil skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Á þriðja hundruð skjálftar mældust seinnipartinn, og í morgun hafa mælst nokkrir allstórir, sá stærsti að stærð 4,8 á richter. ,, Líklegast er kvika á hreyfingu og þarna er innskot að myndast og þetta sáum við fyrir síðustu gos.” Sagði Elísabet Pálmadóttir Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við RÚV. Fagradalsfjall gaus í fyrra og hitteðfyrra, smáum fallegum gosum, þar sem hraun rann í óbyggðum í dalvörpumunum í kringum fjallið. Ef gos yrði í norðanverðu Fagradalsfjalli, er stutt í þjóðveginn milli Reykjavíkur og alþjóðaflugvallarins við Keflavík, eða í bæinn, sem liggur næst eldfjallinu í norður, Voga á Vatnsleysuströnd. Þá yrði vesen. Icelandic Times / Land & Saga skrapp í Voga til að mynda þetta samfélag á Reykjanesi, mitt á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar / Reykjavíkur.
Hafnargatan, aðalgata Voga, en íbúarnir eru tæplega 1500
Höfnin í Vogum, fjallið Keilir í bakgrunni
Eflaust að bíða eftir eldgosi, en rúmlega 30 bílar voru á tjaldstæðinu, við íþróttahús Voga
Þjóðvegur 240 um Vatnsleysuströnd

Kálfatjarnarkirkja byggð 1893
Eyðibýlið Ásláksstaðir í Vogum
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Vatnsleysuströnd 04/07/2023 : A7C, RX1R II, A7R III – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mmZ, FE 1.8/135mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0