Hólmsá norðan Mýrdalsjökuls

H2O

Ísland er einstaklega ríkt af fersku vatni. Fersk vatn er ekki nema um 2.5% af öllu vatni jarðar. Brasilía er ríkust af vatni, með 5.7 tilljón m3, og 27.130 rúmlítra á hvern einstakling. Rússland, stærsta land jarðar er með 4.3 trilljón m3, og 29.459 m3 á haus. Kanada er í þriðja sæti, með 2.9 trilljón m3, og 74.662 rúmlítra á mann. Ísland er í 49 sæti á heimsvísu með 170 milljarða rúmlítra, en 463.703 m3 á mann, sem er það lang lang mesta í heiminum. Næst kemur Guyana með 298.459 m3 á mann, og í þriðja sæti er landið við hliðina, Súrínam með 161.681 m3 á mann. Bahrain, býr við verulegan vatnsskort en þeir eru neðstir af tvöhundruð ríkjum veraldar, en þjóðin á bara 3 rúmlítra af vatni á hvern einstakling. Stærstu ár Íslands eru Jökulsá á Fjöllum, en vatnasviðið er 7.750 km2, ögn stærra en Þjórsár sem er með 7.530 km2, samtals er vatnasvið þeirra beggja um 15% af flatarmáli Íslands. Þjórsá er 24 km lengri en Jökulsá á Fjöllum sem er 206 km löng, frá Vatnajökli norður í Öxarfjörð. Þjórsá er samt mun vatnsmeiri, en við ósa hennar renna 383 m3/sek, miðað við 212 m3/sek frá Jökulsá á Fjöllum. Vatnsmesta á landsins er Ölfusá, rétt vestan við Þjórsá, en meðalrennsli hennar er 440 m3/sek, rétt rúmlega tvöfalt meira vatnsmagn en er í Jökulsá á Fjöllum
Dettifoss
Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökulsþjóðgarði
Mývatn
Hjálparfoss í Fossá, sem rennur í Þjórsá í Þjórsárdal
Áraurar í Morsárdal
Mosárdalur Austur Skaftafellssýsla
Flúðir
Flúðir og fossar í Gilsá í Hvalvatnsfirði
Upptök Ölfusár í Hvítárvatni
Árósar Þjórsár
Ísland 04/03/2025 : A7R III, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/90mm G