Hádegistónleikar Hafnarborgar
Þriðjudag 7. mars kl. 12
Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12 koma fram tveir tenórar, Ari Ólafsson og Gunnar Björn Jónsson en þeir hlutu tvö efstu verðlaunasætin í söngkeppninni Vox Domini sem haldin var í janúar síðastliðinn og félag íslenskra söngkennara (FÍS) stendur fyrir. Meðal verðlauna var að koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg en keppnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng. Á tónleikunum verða fluttar aríur eftir Verdi, Donizetti og Puccini en tónleikarnir eru titlaðir Tilfinningaríkir tenórar.Ari Ólafsson er ungur tenór sem hefur lagt stund á leik- sönglist og í Borgarleikhúsinu. Árið 2010 hóf hann nám í Söngskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Garðars Thor Cortes. Ari hefur tekið þátt í nokkrum leikhúsuppfærslum þ.á.m lék hann Ólíver í samnefndum söngleik í Þjóðleikhúsinu árið 2009-2010. Ári síðar lék hann sjö hlutverk í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz sem sýndur var í Borgarleikhúsinu. Jólin 2011 kom hann fram á tónleikunum Frostrósir og söng þá dúett með Sissel Kyrkjebo í Eldborgarsal Hörpu. Árið 2013 tók Ari þátt í Ísland got Talent og haustið 2015 tók hann þátt í The Voice Ísland og var valinn í lið Helga Björns. Aftur söng hann með Sissel Kirkebo árið 2016 á tónleikum hennar í Hörpu. Síðastliðinn janúar hlaut Ari 1. sæti í framhaldsflokki í söngvakeppni félags íslenskra söngkennara, Vox Domini.
Gunnar Björn Jónsson tenór nam söng í Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Michael Jón Clarke á árunum 2008-2011. Þá byrjaði hann að læra undir handleiðslu Kristjáns Jóhannssonar í Söngskóla Sigurðar Demetz þaðan sem hann lauk framhaldsprófi árið 2014. Á árunum 2014-2016 stundaði hann nám við Civica Scuola di Musica í Milano hjá Vicenzo Manno. Gunnar hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum á vegum söngskóla Sigurðar Demetz en hann hefur einnig tekið þátt í tveimur söng gjörningum með listamanninum Ragnari Kjartanssyni í New York og í Zurich.
Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins.
Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið er opnað kl. 11.30.
Nánari upplýsin
Nánari upplýsingar hjá: Áslaugu Friðjónsdóttur, upplýsingafulltrúa Hafnarborgar, s. 585 5791
og Antoníu Hevesi, s. 864 2151.