Flæðarmál í Hafnarborg

Jónína Guðnadóttir fædd 1943 hefur í meira en hálfa öld verið einn öflugasti listasamaður landsins í leir- og myndlist. Hún notar steinsteypu, gler, plast, pappír en fyrst og fremst leir til að skapa sín verk. Sýninging í Hafnarborg, undir sýningarstjórn Aðalheiðar Valgeirsdóttir er ansi öflug. Enda er allur ferill Jónínu að rjúfa tengsl við nytjalist og færa landamæri listar inn í hversdaginn. Sýningin spannar feril listamannsins frá því að hún var með sína fyrstu sýningu í Unuhúsi í höfuðborginni fyrir 56 árum og alla leið í þessa sýningu nú í Hafnarfirði. Nafnið á sýningu, Flæðarmál, skírskotar til æskunnar þegar Jónína var að leika sér í flæðarmálinu heima á Akranesi þar sem hún ólst upp. Enda alltaf flóða og fjara í Faxaflóa.

Hafnarborg
Flæðarmál, sýning Jónínu Guðnadóttur í Hafnarborg, Hafnarfirði
Flæðarmál, sýning Jónínu Guðnadóttur í Hafnarborg, Hafnarfirði
Jónínu Guðnadóttur í Hafnarborg, Hafnarfirði

Hafnarfjörður 19/01/2024 – A7C : 1.8/20mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson