Listasafn Reykjavíkur og Vítahringurinn

Ísland er fjölmenningarsamfélag. Það sér maður ekki bara í Bónus, bensínstöðvum eða byggingarstöðum. Hingað kemur fjöldi erlendra ríkisborgara til að vinna, mennta sig, eða að vinna að list sinni í skapandi öðruvísi umhverfi. Það sér maður vel á sýningunni Vítahringur, á Listasafni Reykjavíkur Hafnarhús. Sýningingin er samstafsverkni Lettlensku listamannanna Klāvs Liepiņš (1991) og Renāte Feizaka (1987), en bæði eru þau útskrifuð frá Listaháskóla Íslands, Klāvs í samtímadansi og Renāte í myndlist. Þau starfa hér heima og í Lettlandi að listsköpun sinni. Í Vítahringnum stigmagnast hringrásin, ein athöfn kallar á aðra. Hvort sem það er loftlagsvítahringur, persónlegur eða mannlegur vítahringur, og vekja þau máls á hinu siðferðilega og andlega eftirliti sem umvefur okkur. Sýningin er hluti af sýningarröð sem hóf göngu sína fyrir sextán árum á Listasafni Reykjavíkur, þar sem listafólki sem hefur mótandi áhrif á íslensku myndlistarsenuna, er boðið að halda sína fyrstu einkasýningu á opinberu safni. Vítahringur er sú fimmtugasta í röðinni. Sýningarstjóri er Becky Forsythe.

Frá sýningunni Vítahringur eftir listamennina Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka

Frá Listasafni Reykjavíkur, inngangur að D sal til hægri, þar sem Vítahringur er sýndur

Frá sýningunni Vítahringur eftir listamennina Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka

Frá sýningunni Vítahringur eftir listamennina Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka

Frá Listasafni Reykjavíkur, inngangur að D sal til hægri, þar sem Vítahringur er sýndur

Frá sýningunni Vítahringur eftir listamennina Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka

Frá sýningunni Vítahringur eftir listamennina Klāvs Liepiņš & Renāte Feizakaeykjavíkur

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 30/10/2023 – A7C : FE 1.8/20mm G