Það eru fjörutíu ár síðan Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar var stofnuð. Stofnendur Hafnarborgar, Ingibjörg Sigurjónsdóttir lyfjafræðingur og Sverrir Magnússon lyfsali lögðu grunnin að safninu með gjafabréfi að Strandgötu 34, húsi sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni, og gjöf á veglegu listaverkasafni sínu. Nú stendur yfir sýningingin GILDI, þar sem sýningarstjórinn Hólmar Hólm, horfið stutt til baka. Þar sem gefur að líta verk, sem Hafnarborg hefur eignast á síðustu fimmtán árum. Eins og segir um safnið/sýninguna; Þegar safn kemur í hlut samfélagsins má svo segja að það eignist eigið líf en það segir að sama skapi fjöldamargt um það samfélag sem það tilheyrir og vex í takt við. Um tíðaranda og breytilegan smekk fólks, um efnisnotkun og áherslur, um hugmyndir og hugsjónir. Verkin eru eftir Egil Sæbjörnsson, Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur, Harald Jónsson, Hildigunni Birgisdóttur, Ingólf Arnarsson, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Philipp Valenta, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Unu Björgu Magnúsdóttur og Georg Guðna, sem á elsta verkið á sýningunni.

Á leið í Hafnarborg, horft yfir höfnina, að miðbænum þar sem Hafnarborg er staðsett

Hólmar Hólm sýningarstjóri sýningarinnar

GILDI afmælissýning Hafnarborgar

Frá GILDI afmælissýningu Hafnarborgar

Frá GILDI afmælissýningu Hafnarborgar

Frá GILDI afmælissýningu Hafnarborgar

Hafnarborg er 40 ára í ár

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 29/11/2023 –  A7R IV : FE 1.4/24mm GM