Í þrjár vikur, fram til jóla er hin árvissa Jólasýning í Ásmundarsal. Á þessari sölusýningu, sýna í ár 32 samtímalistamenn sín verk, myndlistarverk sem flestir hafa unnið verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. Samhliða sýningunni er gefin út bók, eins og í fyrra, sem veitir innsýn hugarheim listamannanna sem taka þátt í sýningunni í þetta árið. Í Gryfjunni, er samhliða sýningunnunni opnuð Bókaverzlun, þar sem nýja bókin er auðvitað til sölu ásamt nýjum og eldri bókum í bland, með fókus auðvitað á myndlist. Meðal þeirra listamanna sem sýna í ár eru Claire Paugam, Elísabet Brynhildardóttir, Finnbogi Pétursson, Fritz Hendrik, Gabríela Friðriks, Logi Leó, Loji Höskuldsson, Shu Yi, Sigurrós G. Björnsdóttir og Weronika Balcerak. Ásmundarsalur var byggður árið 1933, af myndhöggvaranum Ásmundi Sveinssyni og fyrri konu listamannsins, Gunnfríðar Jónsdóttur. Þetta einstaklega fallega hús hefur í níutíu ár, spilað stórt hlutverk í lista- og menningarsögu Ísland, og gerir enn.

Ásmundarsalur

Bókaverzlunin í Gryfjunni

Jólasýning í Ásmundarsal

Jólasýning í Ásmundarsal

Jólasýning í Ásmundarsal

Jólasýning í Ásmundarsal

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 04/12/2023 – A7C : FE 1.8/20mm G